fbpx

Forsíða

Góðar samgöngur eru fyrir alla

Við erum hópur áhugafólks um bættar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Við teljum að bestu samgöngukerfin byggi á frelsi fólks til að ráða sér sjálft. Við viljum bættar, hagkvæmar og skilvirkar samgöngur fyrir alla í höfuðborginni og nágrenni.

Nýtt
Um kostnað vegna umferðartafa á höfuðborgar-svæðinu eftir Ragnar Árnason, Hagrannsóknum

Athugasemdir stjórnar íbúasamtaka Bústaða- og Fossvogshverfis vegna skipulagstillagna um þéttingu byggðar í Bústaða- og Fossvogshverfi

fólk umhverfi samfélag

þjónandi samgöngur

Góðar samgöngur þjóna samfélaginu og fólkinu sem það byggir. Frelsi fólks til að velja leggur grunninn að góðum samgöngum. Nánar um stefnu samtakanna

endurskoðunar er þörf

Með samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sér loks fyrir endann á kyrrstöðu sem einkennt hefur samgöngumál svæðisins undanfarna áratugi. Mikilvægt er að gerðar verði lykilbreytingar á sáttmálanum, svo að þær umfangsmiklu aðgerðir sem að er stefnt skili tilætluðum árangri fyrir fólk, umhverf og samfélag. Sjá greinargerð um breytingartillögur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins.

Opinber gögn rýnd

Samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins felur í sér framkvæmdir fyrir vel á annað hundrað milljarða króna. Mikilvægt er að sameiginleg sýn sé til staðar og sátt um þau gögn sem liggja fyrir vegna svo umfangsmikilla framkvæmda. Greiningar okkar á opinberum gögnumum hafa leitt ýmsa alvarlega annmarka í ljós. Nálgast má niðurstöður greininga undir gögn.

Hvers konar borgarlína?

Tillögur okkar að BRT lite útgáfu fyrir borgarlínuna hafa vakið mikla athygli sem raunhæfari og mun hagkvæmari kostur. Þá valda umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu gríðarlegum kostnaði á ári hverju. Sá kostnaður fer vaxandi.

Áhugafólk um samgöngur fyrir alla

Á vegum áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS) er starfandi faghópur sem leiðir faglegt greiningarstarf í samgöngumálum á vegum samtakanna.

Faghópinn skipa reyndir fag- og fræðimenn í samgöngum og framkvæmdum þeim tengdum.

Fyrirvari: Faghópur ÁS styðst við tiltækar upplýsingar hjá opinberum aðilum. Liggi gæði upplýsinga ekki fyrir, þ.á.m. hvort um endanlegar eða tæmandi upplýsingar sé að ræða, er ekki unnt að ábyrgjast áreiðanleika niðurstaðna. Áskilur hópurinn sér rétt á að uppfæra niðurstöður komi ný gögn fram.

Nokkrar tölfræðilegar staðreyndir

100+

Borgarlínan mun kosta um og yfir 100 ma.kr þegar allt verður saman talið, skv. raunkostnaði erlendra sveitarfélaga en ekki 40-60 ma.kr eins og gert er ráð fyrir.

4%

Bílaumferð mun í mesta lagi dagast saman um 4% á höfuðborgarsvæðinu skv. niðurstöðum reiknilíkana. Reynsla sveitarfélaga erlendis er í takti við þesssa niðurstöðu.

15-20

Með borgarlínunni er hugmyndin sú að leggja auknar tafir á 88-96% þeirra sem eru í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu til að flýta för 4-12% þeirra.