fbpx

Borgarlínan og fjandskapurinn gagnvart einkabílnum

Á undanförnum misserum hafa m.a. sjö landskunnir einstaklingar fjallað um málefni
borgarlínu, þeir Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur, Bjarni Reynarsson
skipulagsfræðingur, Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur, Haraldur
Sigþórsson umferðarverkfræðingur, Jónas Elíasson, prófessor emeritus og
verkfræðingur, Ragnar Árnason, prófessor emeritus og hagfræðingur, og Trausti
Valsson, prófessor emeritus, arkitekt og skipulagsfræðingur.

Þeir hafa allir fært fram sterk rök fyrir því að samþykkt áform um lagningu borgarlínu
séu mjög gagnrýnisverð og illa rökstudd. Á gagnrýni þeirra hafa stjórnir
sveitarfélaganna sem standa að lagningu borgarlínu hlustað, en ekkert mark tekið á
þeirri gagnrýni. Þær og þeirra ráðgjafar telja sig vita betur. En nú er komið babb í
bátinn, því flest bendir til þess að þau áform sem lagt var upp með standist ekki.
Sérstaka athygli hefur vakið mjög hvöss gagnrýni Ragnars Árnasonar, prófessors
emeritus í hagfræði, á skýrslu Mannvits og Cowi um samfélagslega ábatagreiningu
fyrir 1. áfanga borgarlínu. Hann færir sannfærandi rök fyrir því að ábatinn verði
neikvæður.

Úr grein eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember sl.
Sjá greinina í heild sinni

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

%d bloggers like this: