Þó svo Borgarlínan fái sérstakar akreinar fyrir sig, sem nýtast
auðvitað illa, þá gengur hún ekki mikið hraðar en strætó í
dag. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðin eru að þjappa saman
fólki sínu. Hús skulu nú reist upp í loftið svo fleiri íbúðir rúmist á
hverjum hektara og meiri fasteignagjöld streymi í kassann.
Fólk á ferð skal einnig taka færri fermetra á vegunum svo því skal þjappað
saman í hina stóru vagna Borgarlínu þegar hún kemur en pakkað
saman þangað til í biðröðum umferðartafa. Meðan á þessari baráttu stendur má
umferðin ganga á hraða snigilsins. Borgarlína bætir lítið. Þó henni séu ætlaðar sér
akreinar sem enginn annar má nota flýtir það aðeins för milli þess sem hún stoppar á
öðru hverju götuhorni svo hún nær aðeins lágum hraða. Höfuðborgarsvæðið er sett í
hægagang og menn spyrja: hvað með kostnaðinn? Fátt er um svör. Mikilvægum
upplýsingum um tafakostnað í umferðinni upp á tugi milljarða á ári er leynt.
Tekið út grein eftir Elías B. Elíasson sem birtist í Morgunblaðinu 6. febrúar sl.
Sjá greinina í heild sinni