Enn er þó ekki upplýst hvort aðrir kostir í stöðunni hafi verið
metnir eða hvaða gagn borgarlínan gerir í slíkum
samanburði.
Borgarlínudraumurinn er of stór fyrir höfuðborgarsvæðið, að
minnsta kosti enn. Draumurinn um þekkingarmiðju í Vatnsmýrinni
er hins vegar of smár. Höfuðborgarsvæðið er allt að þróast í átt að
þekkingarmiðju þar sem sívaxandi áhersla er á menntun og
nýsköpun. Þannig virðist framtíðin vera að kristallast fyrir mönnum;
að meðan ferðamannaiðnaður verður lyftistöng landsbyggðar
verður nýsköpun og hátækniiðnaður vaxtarbroddurinn á höfuðborgarsvæðinu. Öll viljum
við hlúa að nýsköpun.
Grein eftir Elías B. Elíasson sem birtist í Morgunblaðinu 22. febrúar 20201.
Sjá greinina í heild sinni