fbpx

Staða samgöngumála á höfuðborgarsvæðinu

Í samantektinni er fjallað um skipulag höfuðborgarsvæðisins frá 2015, hlut Borgarlínu í því og markmið þess varðandi umferð. Engin merki eru um að þau markmið séu að ganga eftir, en breytingar sem gerðar voru á skipulaginu frá 1965 leiddu til versnandi umferðarástands.

Farið er m.a. yfir einkenni umferðar, magn og tafir og sú ályktun dregin að bílaumferð sé í raun viðráðanleg næstu hálfa öld, ef tekið er mið af takmarkaðri aukningu mannfjölda samkvæmt spám. Þá er farið yfir almenna umferð, hlutverk hennar, tafir, rannsókarþörf tafakostnaðar og afleiðingar of mikilla tafa. Í almannasamgöngum virðist léleg nýting vagna óleysanlegur vandi.

Lýst er hágæða fjöldaflutningskerfum með BRT-kerfum sem eru fyrirmynd Borgarlínu.
Fjallað er um Borgarlínu, hvernig hún hefur þróast yfir í að verða nánast sama lausn og strætó en samt of kostnaðarfrek þar sem haldið er í dýr sérrými í stað þess að fara að fullu út í hina mun hagkvæmari leið BRT-Lite.

Að lokum er bent á að verkefnaskrá samgöngusáttmálans sé ekki besta lausnin á vanda höfuðborgarsvæðisins. Leggja þurfi aukna áherslu á mislæg gatnamót, ósannað sé að Borgarlína í einhverri mynd sé hluti af bestu lausn og jafnframt að það mun reynast þjóðinni dýrkeypt, haldi Reykjavíkurborg áfram að hafna mislægum gatnamótum.

Sjá samantektina í heild sinni

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

%d bloggers like this: