Meirihluti íbúa á höfuðborgarsvæðinu eða 65% þeirra er andvígur því að akreinum verði fækkað vegna borgarlínu og ríflegur meirihluti eða 59% vill ekki að hámarkshraði bíla verði lækkaður.
Um 51% íbúa telur að umbætur á stofnbrautum séu líklegri til að draga úr umferðartöfum en umbætur á almenningssamgöngum með borgarlínu. Telur aðeins þriðjungur aðspurðra að borgarlína sé líklegri til að skila þeim árangri.
Um helmingur, eða 52%, telur jafnframt að umferðartafir séu mikið vandamál á höfuðborgarsvæðinu. Aðeins fjórðungur eða 25% segja umferðartafir lítið vandamál. Af þeim sem taka afstöðu er því mikill meirihluti þeirrar skoðunar að umferðartafir skapi mikinn vanda.
Nálgast má viðhorfskönnunina í heild sinni hér.
Frétt Áhugahóps um samgöngur fyrir alla um viðhorfskönnun MMR