Elías Elíasson verkfræðingur skrifar um samgöngumál á
höfuðborgarsvæðinu og segir meðal annars að við ákvarðanatöku
undanfarinna ára hafi verið stuðst við ófullkomnar greiningar.
Hópurinn telur einsýnt að við undirbúning Borgarlínu hafi ekki verið horft til
hagrænna áhrifa verkefnisins á þjóðarbúið eins og vera ber. Á
höfuðborgarsvæðinu búa yfir 60% þjóðarinnar og þau áhrif sem efnahagslífið
verður fyrir vegna verkefna af þeirri stærðargráðu sem Borgarlína er og ekki
síður vegna þeirra áhrifa sem breytt umferð á svæðinu hefur á hagkerfið munu
snerta alla landsbúa.