fbpx

Hver mínúta kostar okkur núna kr. 114.155

Kostnaður íslensku þjóðarinnar af samgöngutöfum á höfuðborgarsvæðinu nemur nú 114.155 krónum á mínútu. Áætlaður kostnaður þjóðarinnar af umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu nemur nú 60 milljörðum króna á ári og fer hratt vaxandi.

Þessi sturlaði kostnaður leggst á nánast öll svið samfélagsins.

Samfélag: Umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu hafa þrefaldast frá aldamótum með tilheyrandi afleiðingum fyrir lífsgæði fólks á svæðinu.

Efnahagur: Samgöngur eru súrefni hagkerfisins. Eftir því sem hægist á samgöngum höfuðborgarsvæðisins, öflugasta hagkerfi landsins, þeim mun meira verður fjárhagslegt tap þjóðarinnar.

Umhverfi: Umframnotkun á jarðefnaeldsneyti sökum umferðartafa nemur nú 34 þúsund tonnum á ári, sem veldur svo aftur um 100.000 tonna CO2 útsleppi út í andrúmsloftið. Umferðartafir höfuðborgarsvæðisins eru einn stærsti loftslagsvandi þjóðarinnar.  

Almenningur: Einstaklingsbundinn kostnaður spannar allt frá lakari lífsgæðum að beinu fjárhagslegu tjóni.

Samgöngur fyrir alla skora á stjórnvöld að endurskoða samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga. Greiða má úr umferðartöfum á höfuðborgarsvæðinu innan samningsins með tiltölulega einföldum og hagkvæmum hætti, s.s. með því að gera Miklubraut ljóslausa, stórbæta almenningssamgöngur með aukinni ferðatíðni á næstu 1-2 árum og hægri settum sérakbrautum. Litil sem engin þörf er á miðjusettum sérakgreinum sem áætlað er að kosti um 60-100 milljarða króna og taki allt að 16 ár að leggja.

Klárum borgarlínumálin með hagsmuni almennings að leiðarljósi

Hver mínúta kostar okkur núna kr. 114.155

Published by helgagudrun

:)

Leave a Reply

%d bloggers like this: