Eina svarið sem við höfum fengið er að létta borgarlínan sé ekki hágæðaalmenningssamgöngur og komi því ekki til greina. Það er auðvitað hrein firra.
Í grein minni Fyrirlestur í anda léttu borgarlínunnar, sem birtist hér í Mbl. 12. apríl sl., fjallaði ég um ráðleggingar Jarretts Walkers (JW) varðandi borgarlínuna. Hann sagði í Kastljósi síðla árs 2015 að fyrst ætti að auka ferðatíðni á stofnleiðum strætó og fjölga þannig farþegum. Eftir því sem farþegum fjölgaði mætti bæta þjónustuna og fjölga sérakreinum fyrir strætó.
Í fyrirlestri í Salnum í september 2015 lagði hann áherslu á að hagkvæmasta almenningssamgöngukerfið yrði valið. Því miður er ekki ætlun samgönguyfirvalda að fara að þessum ráðum JW, þrátt fyrir að SSH hafi fengið hann til aðstoðar við undirbúning að útfærslu borgarlínunnar.
Sjá í grein Þórarins Hjaltasonar, sem birtist í Morgunblaðinu í 22. apríl 2022