fbpx

Borgarlínan er þjóðhagslega óhagkvæm

Í stað þess að framkvæma hagkvæmustu valkostina til að draga úr umferðartöfum og bæta með því hag allra borgarbúa hafa borgaryfirvöld í Reykjavík kosið að einblína á borgarlínuna. Samkvæmt nýlegri skýrslu Cowi og Mannvits er fyrsti áfangi borgarlínunnar talinn munu stytta ferðatíma þeirra u.þ.b. 4% sem nú ferðast með strætisvögnum en lengja ferðatíma þeirra sem fara um á venjulegum bifreiðum. Hugmyndin er með öðrum orðum sú að tefja enn frekar för þorra borgarbúa en flýta för lítils minnihluta. Tæpast þarf að taka það fram að sá mikli meirihluti sem á að þola enn frekari umferðartafir vegna borgarlínunnar á einnig að borga kostnaðinn af henni. (Ragnar Árnason, Borgarlínan er þjóðhagslega óhagkvæm, Mbl. 9. nóvember 2020)

Óafturkræf umhverfisáhrif

Gert er ráð fyr­ir að fyrsta lota Borg­ar­línu, í sam­ræmi við ný­samþykkt­an Sam­göngusátt­mála, muni liggja um mörg mjög viðkvæm svæði á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem hugs­an­legt er að hún geti valdið mikl­um, nei­kvæðum og óaft­ur­kræf­um um­hverf­isáhrif­um. Hér er um að ræða teng­ingu yfir Elliðaárn­ar, eft­ir Laug­ar­daln­um og niður á Hlemm, eft­ir Hverf­is­götu og niður á Lækj­ar­torg, eft­ir Lækj­ar­götu og Frí­kirkju­vegi, yfir Tjörn­ina á Skot­hús­vegi, upp að Land­spít­ala og síðan yfir Foss­vog, yfir á Kárs­nes og eft­ir því endi­löngu að Hamra­borg. Gert er ráð fyr­ir að Borg­ar­lín­an yf­ir­taki sum­ar af þess­um göt­um al­ger­lega þannig að önn­ur öku­tæki þurfa þá að leita eitt­hvað annað, með auknu álagi á þær göt­ur. (Gestur Ólafsson, Að reikna sig ráðalaus, Mbl. 30. október 2020)

Þjóðhagslegur kostnaður við umverðartafir er mjög mikill

Hugmyndin er m.ö.o. sú að leggja auknar tafir á 88-96% borgarbúa til að flýta för 4-12% þeirra. Þar að auki verða þessi 88-96% borgarbúa sem verða fyrir auknum töfum í umferðinni að borga þorrann af fjárfestingunni í Borgarlínunni sem nemur tugum milljarða sem og rekstrartapið af strætisvögnunum. (Ragnar Árnason, Borgarlínan, Morgunblaðið 29. okt. sl)

Meistaraverk skáldskpargyðjunnar

Þórarinn Hjaltason, talsmaður SFA og umferðarverkfræðingur, ritaði nýleg áhugaverða grein í Morgunblaðið (16.10.2020) um arðsemisútreikning fyrir fyrsta áfanga borgarlínu. Tilefnið er fé­lags­hag­fræðileg grein­ing verk­fræðistof­unn­ar Mann­vits og danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI á áfanganum.

Í grein Þórarins kemur m.a. fram að borgarlínan skili nær engu í minni bílaumferð, jafnvel þó að miðað sé við forsendur borgarlínuverkefnisins sjálfs. Þá myndi þrisvar sinnum ódýrara hraðvagnakerfi gera nánast sama gagn og það vagnakerfi sem til stendur að innleiða sem borgarlínu, án þess að valda þeim viðbótar umferðartöfum sem nýja borgarlínan mun óhjákvæmilega leiða af sér.

Grein Þórarins virðist hafa orðið Staksteinum Morgunblaðsins (17. október 2020) hvatning til þess að rifja upp, að opinberir arðsemisútreikningar séu gjarnan meðal mestu meistaraverka skáldskapargyðjunnar, þegar réttlæta þurfi rándýr og vitlaus verkefni á kostnað skattgreiðenda. Tilgangurinn sé þá aðallega að setja slík óréttlætanleg verkefni í faglegan búning og jafnvel þó að útreikningar standist sem slíkir, þá hafi þeir enga þýðingu þar sem gefnar forsendur eigi ekki við næg rök að styðjast.

Áætlaður kostnaður við full­gerða borg­ar­línu er 70 millj­arðar kr. Ódýrt hraðvagna­kerfi upp á 15-25 millj­arða kr. myndi gera nán­ast sama gagn og valda mun minni um­ferðart­öf­um á fram­kvæmda­tíma. Í sam­göngu­áætlun­um fyr­ir borg­ar­svæði af svipaðri stærð og höfuðborg­ar­svæðið er sjald­gæft að gert sé ráð fyr­ir um­fangs­miklu sérrými fyr­ir hraðvagna.