Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS) er hópur fólks sem berst fyrir bættum samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Hópurinn er til kominn vegna vaxandi óánægju með framgang, fjármögnun og horfur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu.
Hópurinn leggur áherslu á heilindi í baráttu sinni fyrir bættum samgöngum, gagnsæi og faglegum vinnubrögðum. Engar þóknanir eru greiddar fyrir trúnaðarstörf á vegum hópsins og byggir starfsemi hans á sjálfboðaliðumi.
Stýrihóp skipa Þórarinn Hjaltason, talsmaður hópsins, Gestur Ólafsson og Jónas Elíasson.