fbpx

Persónuverndarstefna ÁS

 1. ALMENNT
  Áhugafólk um samgöngur fyrir alla (ÁS) er umhugað um persónuvernd félagsmanna og sjálfboðaliða á vegum þeirra. Persónuverndarstefna þessi tekur til persónugreinanlegra upplýsinga sem safnað hefur verið með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur jafnframt til skráningar, vörslu og meðferð á persónuupplýsingum.
 2. PERSÓNUVERNDARLÖGGJÖF
  Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
 3. ÁBYRGÐ
  SÁ ber ábyrgð á skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Meðferð samtakanna á persónugreinanlegum upplýsingum í tengslum við starfsemi þeirra skal vera í samræmi við gildandi lög á hverjum tíma. Tekið er við fyrirspurnum varðandi persónuupplýsingar á vef samtakanna samgongurfyriralla.com (hlekkur á skilaboðaskjóðu).
 4. SÖFNUN OG NOTKUN
  Skráning ÁS persónugreinanlegum upplýsingum er í samræmi við 6. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd:
  a) Einstaklingur hefur gefið samþykki sitt fyrir skráningu vegna aðildar að samtökunum.
  b) Skráning er nauðsynleg til uppfylla lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila.
  Hægt er að skoða og nota vefsvæði á vegum ÁS án þess að samtökin öðlist við það persónulegar upplýsingar um vefnotanda. Samtökin safna ekki upplýsingum sem vafri sendir þegar einstaklingur nýtir sér þjónustu fyrirtækisins, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar sem heimsóttar eru, tíma og dagsetningu heimsóknar, þann tíma sem varið var á þessum síðum og önnur talnagögn.
 5. MIÐLUN
  ÁS selur aldrei persónuupplýsingar. Samtökin miðla ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila. Beri slíkt engu að síðu undir, skal samþykki fyrir miðluninni liggja fyrir, nema í þeim tilvikum sem ÁS er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í 4. og 6. grein.
  ÁS er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) í þeim tilgangi að dreifa upplýsingum til félagsmanna eða að vinna upplýsingar sem eru mikilvægar fyrir starfsemi samtakanna. Skulu þá einungis afhentar þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar m.t.t framangreinds tilgangs. Gera skal samning þar sem vinnsluaðili undirgengst þá skyldu að geyma afhentar upplýsingar með öruggum hætti og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.
  Rétt er að vekja í þessu sambandi athygli á, að allt efni sem einstaklingur birtir á eigin síðureikningi eða deilir á félagsmiðlum ÁS eru opinberar upplýsingar. Með því að tengja saman eigin færslur og félagsmiðlareikning ÁS hefur viðkomandi þar með gefið leyfi til að deila upplýsingum með veitanda félagsmiðlaþjónustunnar. Meðferð þeirra upplýsinga sem þar eiga í hluta stjórnast af stefnu félagsmiðilsins um persónuvernd. Ef einstaklingur óskar þess að persónuupplýsingum hans sé ekki deilt með öðrum notendum eða með veitanda félagsmiðlaþjónustunnar, mun ÁS ekki tengja félagsmiðlareikning við viðkomandi síðureikning eða deila efni inn á samfélagsmiðla frá síðunni.
 6. ÞRIÐJI AÐILI
  Persónuverndarstefna þessi nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðja aðila sem ÁS hefur engin tengsl við og ber ekki ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum aðgerðum á vegum viðkomandi aðila. ÁS hvetur í þessu sambandni almenning til þess að kynna sér persónuverndarstefnu annarra, þ.á.m. vefþjónustufyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem kann að vera notuð.
 7. VERNDUN
  ÁS leggur mikla áherslu á að varðveislu persónuupplýsinga og gerir í hverju tilviki viðeigandi öryggisráðstafanir svo að skilyrði um meðferð upplýsinga séu ávallt uppfyllt. Komi til öryggisrofs með persónulegri áhættu mun ÁS tilkynna það eigendum persónuupplýsinganna innan eðlilegs tíma. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Athygli er jafnframt vakin á því að einstaklingar bera ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þeir kjósa að deila eða senda á almennum vettvangi, s.s. í gegnum félagsmiðla ÁS.
 8. VARÐVEISLA
  ÁS reynir eftir fremsta megni að halda persónuupplýsingum nákvæmum og áreiðanlegum og uppfærir þær eftir þörfum. Fyrirtækið mun fara reglubundið yfir meðferð persónuupplýsinga og kanna hvort endurskoða þurfi verklag og vinnslu upplýsinga á vegum samtakanna. Ef ljóst er að fyrirtækinu er ekki heimilt að varðveita þær áfram, mun það hætta allri vinnslu með persónuupplýsingarnar frá þeim tíma. Ef möguleiki er á að persónuupplýsinganna kunni að vera þörf síðar til að uppfylla lagaskyldu, t.d. gagnvart skattyfirvöldum, eða til að höfða eða verjast réttarkröfu, mun fyrirtækið taka afrit af hlutaðeigandi persónuupplýsingum og varðveita þær á öruggu formi eins lengi og nauðsyn ber til.
 9. RÉTTINDI EINSTAKLINGA
  Einstaklingur sem átt hefur í samskiptum við ÁS á rétt á og getur óskað eftir persónuupplýsingum skv. 12. og 13. gr. persónuverndarlaga. Slíkar beiðnir skulu ávallt teknar til greina og orðið við þeim eins fljótt og unnt er, þó með þeim eðlilegu skilyrðum sem réttindi annarra kunna að setja.
%d bloggers like this: