fbpx

Vefstefna SFA

Markmið

Samtök um betri samgöngur á höfuðborgarsvæðinu er opinn vettvangur fyrir áhugafólk í samgöngumálum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Samtökin reka vefsvæði í gjaldfrjálsu / lággjalda vefumsjónarkerfi sem gegnir margþættu hlutverki.

Vefsvæðið þjónar starfsemi samtakanna sem er upplýsinga- og efnisveita og myndar með því móti grundvöll allrar upplýsinga-miðlunar á vegum þeirra. Það myndar jafnframt stafrænan vettvang fyrir umræður og skoðanaskipti á vegum samtakanna. Þá styður vefrekstur samtakanna við félagastarf þeirra og nýliðun og gerir áhugasömum kleift að ganga til liðs við félagið með aðgengilegum hætti.

Vefur samtakanna hefur mótandi áhrif á ásýnd þeirra og orðspor. Vefreksturinn gegnir með því móti lykilhlutverki varðandi kynningarmál samtakanna, trúverðugleika þeirra og áhrifamátt.

Framkvæmd

Vefsvæði samtakanna eru á ábyrgð samskiptastjóra þeirra. Hann framfylgir þeim verklagsreglum sem samþykktar hafa verið fyrir vefinn og fjalla um ábyrgð, efnisvinnu og viðhald vefsvæða.

Umfang

Vefstefna samtakanna gildir fyrir öll vefsvæði sem þau kunna að reka ásamt félagsmiðlum.

Leiðir

Vefsvæði samtakanna eru notendavæn og
aðgengileg. Við val á vefumsjónarkerfi eru aðgengisstaðlar og öryggi viðkomandi kerfa höfð til hliðsjónar.

Traustar upplýsingar og vandað upplýsingaflæði

Upplýsingar á vefsvæðum eiga að vera
réttar og samræmdar á öllum síðum og uppfærðar eftir því sem föng eru á. Efni á samfélagsmiðlum skal vaktað og sjálfvirk skilaboð notuð til að stilla af væntingar notenda um svartíðni.

Skýrt leiðakerfi

Vefsvæði samtakanna eru byggð upp m.t.t. til þarfa meðalnotandans. Leiðakerfi miðast við notendur þurfi ekki að vita fyrirfram hvert tiltekins efnis skuli leitað á vefnum.

Einfaldur texti og skýr framsetning

Efni á vefsvæðum skal vera skýrt og
skiljanlegt og leitast skal við að setja efni fram á auðlesinn hátt. Leitast er við að hafa vandað og fjölbreytt efni í formi texta, mynda, uppdrátta, myndbanda og hljóðs, allt eftir efnum og viðfangi.

Mat

Vefur samtakanna er metinn reglulega með tilliti til þeirra markmiða sem rekstur þess lýtur. Í framhaldi af slíku mati eru gerðar þær lagfæringar og/eða viðbætur sem taldar eru nauðsynlegar. Reglubundið mat byggir á tölfræði yfir heimsóknir og notkun vefjarins og ábendingum frá notendum ef einhverjar eru. Þá skal einnig metið hvort efni standi til sérstakrar öryggisúttektar.

%d bloggers like this: